Gildi
KÍTÓN hefur samþykkt að vinna í samræmi við eftirfarandi gildi og hefur skilgreint hegðun og framkomu sem styður við gildin og verkefni KÍTÓN á komandi árum.
Gildin eru endurskoðuð eins og þörf þykir.
Róttækni: KÍTÓN er töff og mengandi. Við sýnum hugrekki og tökum pláss. Við sköpum rými fyrir allskyns konur. Við erum óskammfeilnar, valdeflum og rífum kjaft.
Samspil: KÍTÓN skapar rými fyrir konur, kvár, trans og kynsegin. Við eigum samtal og skoðanaskipti í heiðarleika og virðingu. Við sköpum samstöðu. Við tengjum kynslóðir og byggjum á inngildingu. Við erum séðar og sjáum hver aðra. Við byggjum upp órjúfanleg tengsl, styrk og stolt með hver annarri.
Gæði: KÍTÓN er skýr og skorinorð í samskiptum. Við setjum mörk og krefjumst þess að þau séu virt. Við byggjum á staðreyndum og gæðum í okkar róttæka starfi. Við skilgreinum gæðastaðla og nýtum þá reynslu sem er til staðar innan KÍTÓN.
Gildi
KÍTÓN hefur samþykkt að vinna í samræmi við eftirfarandi gildi og hefur skilgreint hegðun og framkomu sem styður við gildin og verkefni KÍTÓN á komandi árum.
Gildin eru endurskoðuð eins og þörf þykir.
Róttækni
KÍTÓN er töff og mengandi. Við sýnum hugrekki og tökum pláss. Við sköpum rými fyrir allskyns fólk. Við erum óskammfeilnar, valdeflum og rífum kjaft.
Samspil
KÍTÓN skapar rými fyrir konur, kynsegin- og trans fólk. Við eigum samtal og skoðanaskipti í heiðarleika og virðingu. Við sköpum samstöðu. Við tengjum kynslóðir og byggjum á inngildingu. Við erum séðar og sjáum hver aðra. Við byggjum upp órjúfanleg tengsl, styrk og stolt með hver annarri.
Gæði
KÍTÓN er skýr og skorinorð í samskiptum. Við setjum mörk og krefjumst þess að þau séu virt. Við byggjum á staðreyndum og gæðum í okkar róttæka starfi. Við skilgreinum gæðastaðla og nýtum þá reynslu sem er til staðar innan KÍTÓN.
Framtíðarsýn
Með róttækni, faglegum vinnubrögðum og kröftugu samspili, knýjum við fram hugarfarsbreytingu í samfélaginu og gjörbyltum karllægu kerfi sem liggur að baki tónlistariðnaðarins.
KÍTÓN er hreyfiaflið sem jafnar hlut kvenna, kynsegin- og trans fólks í allri tónlistarsenunni.
KÍTÓN eru virt, róttæk og sýnileg félagasamtök sem tónlistarfólk og almenningur leggur traust á.
4 Meginmarkmið
1. Sviptum hulunni
Við sviptum hulunni af hverskonar misrétti og erum upplýsandi í öllu okkar starfi. Við nýtum samfélagsmiðla og heimasíðu KÍTÓN til hins ítrasta. Við byggjum á gögnum og staðreyndum og erum róttækar og faglegar í allri okkar framkomu.
Áherslur:
Stóraukum upplýsingamiðlun. Eflum gæðastarf.
Aukum róttækni, hugrekki og þor.
2. Spilum saman
Við leyfum okkur að rökræða mál innan KÍTÓN, en mætum samstilltar til leiks. Okkar sérstaða er einstakt samspil fjölbreytts hóps kvenna, kynsegin- og trans fólks sem öll standa saman sem ein heild. Við styrkjum inngildandi starf KÍTÓN og drögum fleiri að borðinu. Við sláum tóninn en tökum líka taktinn og fylkjum liði með konum, kynsegin- og trans fólki í tónlistarsenunni.
Áherslur:
Stóreflum innra starf KÍTÓN. Styðjum kröftuglega við grasrótina. Beinum kröftum okkar í aðgerðir.
3. Sköpum rými
Við bendum á og kveikjum í hlutdrægum skoðunum tónlistarsenunnar og samfélagsins alls. Við höfnum hugmyndafræðinni um að konur þurfi bara að vera duglegri, (KÞBAVD) og krefjumst þess að karlar og samfélagið allt líti á eigin innbyggðu skekkjur og fordóma. Við tökum virkan þátt í að móta tónlistarsenuna á Íslandi og beitum okkur innan nefnda, stjórna og ráða senunnar.
Áherslur:
Komumst til áhrifa.
Krefjumst sýnileika.
4. Jöfnum leika
Við stöndum vörð um hagsmuni, réttindi, sýnileika og tækifæri kvenna, kynsegin- og trans fólks í íslensku tónlistarsenunni. Við stuðlum að samstöðu, valdeflingu og tengslum kvenna, kynsegin- og trans fólks í tónlist á Íslandi. Við fordæmum kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni innan senunnar og beitum okkur gegn því.
Áherslur:
Beitum okkur gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni í bransanum.
Eflum jafnréttisfræðslu fyrir iðnaðinn. Þrýstum á rými fyrir konur, kynsegin- og trans fólk í tónlistariðnaðinum á Íslandi.